image
Á haus í eldhúsinu síðan 2013

- UM OKKUR -

image

Dagný og co var stofnað veturinn 2013. Frá upphafi höfum við kappkostað að færa neytendum ferskar, fljótlegar nýjungar á samkeppnishæfu verði. Aðalsmerki okkar er ferskleikinn í bland við gómsæta og jafnvel framandi rétti. Samlokurnar okkar eru úr nýbökuðu brauði og við pössum okkur að þær séu einungis girnilegar, hollar og umfram allt góðar. Þó að við séum dugleg að smyrja samlokur erum við líka með mikið úrval af annars konar réttum, svo sem vefjur, salöt, ávaxtabakka og tilbúna, fulleldaða rétti svo fátt eitt sé nefnt. Ef þig langar í gómsæta smárétti fyrir veisluna, fundinn eða partýið hjálpum við þér. Það eina sem þú þarft að gera er að panta hér á síðunni með eins dags fyrirvara og við skutlumst með matinn til þín daginn eftir, þér að kostnaðarlausu. HÉR getur þú byrjað að versla fyrir veisluna!